Kortalager LMÍ seldur

Í dag afhentu Landmælingar Íslands, Iðnmennt ses, helstu útgáfugrunna sína en stofnuninni var í nýjum lögum gert að hætta allri kortaútgáfu. Í kjölfar þess var farið í útboð á þessum grunnum og varð fyrirtækið Iðnmennt hlutskarpast en það rekur m.a. öfluga bókaútgáfu undir merkjum IÐNÚ. Iðnmennt keypti eftirfarandi útgáfur LMÍ: Vegaatlas 1:200 000, Ferðakort 1:250 000, Ferðakort 1:500 000, Ferðakortabók 1:500 000 og Ferðakort 1:750 000, og hyggur á öfluga markaðssókn með þessum frábæru ferðakortum.

Á myndinni sést þegar verið er að flytja kortalagerinn.

 

Leave a comment