Í lok síðasta árs rann út frestur fyrir aðildalönd að INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins, til að gera athugasemdir við flokkunarlista fyrir viðauka II og III. Alls bárust 6192 athugasemdir frá 160 stofnunum í 20 löndum.
Fag vinnuhópar INSPIRE (INSPIRE Thematic Working Groups) vinna nú hörðum höndum að fara yfir þær athugasemdir sem bárust ásamt yfirferð á niðurstöðum tilrauna sem gerðar voru með gögnin. Frekari upplýsingar um Flokkunarlista gagnanna (Data Specification) er að finna á heimasíðu INSPIRE http://inspire.jrc.ec.europa.eu/index.cfm og hvetja Landmælingar Íslands þær stofnanir sem hafa gögn sem falla undir viðauka II og III að líta á hann. Breytingar og athugasemdir við listann mun birtast í næstu útgáfu hans sem er útgáfa 3.0