Skráning lýsigagna mikilvæg

 

Til að tryggja almenningi aðgengi að opinberum landupplýsingum þarf að vera hægt að fá upplýsingar um gögnin s.s. hvaða gögn eru þetta, síðan hvenær, hver er nákvæmni þeirra og hver er eigandi gagnanna. Allar þessar upplýsingar nefnast lýsigögn og eru skráðar í Landupplýsingagáttina  á http://gatt.lmi.is . Tilgangur hennar er að notendur landupplýsinga geti á einum stað fundið upplýsingar um opinberar landupplýsingar og fengið að vita hvernig hægt er að nálgst gögnin.

Sífellt bætist við skráningar á lýsigögnum í Landupplýsingagáttina og voru 19 gagnasett nýskráð í hana á árinu 2015. Séu hinvegar bornar saman niðurstöður könnun um stöðu landupplýsinga opinberra aðila sem gerð var á árinu 2015 og skráð lýsigögn í Landupplýsingagátt kemur í ljós mikill skortur á skráningu. Eins og staðan er í dag hafa stofnanir aðeins skráð lýsigögn fyrir helming sinna gagna. Þetta segir þó ekki alla söguna þar sem sumar stofnanir hafa skráð nánast öll sín gögn á meðan aðrar stofnanir hafa ekki skráð neitt.

Súlurit

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar kemur að upplýsingum um gögn sveitarfélaga er ljóst að mjög fá sveitarfélög hafa skráð lýsigögn í landupplýsingagáttina.

Aðgengi að opinberum landupplýsingum verður þó stöðugt betra og því er mikilvægt að rýna í þær tölur að á hverju ári er að bætast við skráningar lýsigagna í landupplýsingagátt.