Staða landupplýsinga hjá sveitarfélögum

Landmælingar Íslands létu síðastliðið haust kanna stöðu landupplýsingagagna hjá sveitarfélögum á Íslandi. Könnunin fór fram í aðdraganda innleiðingar INSPIRE tilskipunar ESB um aðgengi og samhæfingu á landfræðilegum gögnum í Evrópu í því skyni að auðvelda aðgengi að og auka notkun landupplýsingagagna í þágu umhverfismála.

Sveitarfélögin voru beðin um að svara nokkrum almennum spurningum um notkun landupplýsinga og telja síðan upp þau gögn sem sveitarfélögin hafa aðgang að.

Samráð var haft við Samband íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd könnunarinnar en fyrirtækið Alta sá um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Áður hefur verið safnað upplýsingum um landfræðileg gögn hjá opinberum stofnunum.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að lítið er vitað um INSPIRE hjá sveitarfélögum, en þau nota margvísleg landfræðileg gögn, í mismiklum mæli þó.

Almennt má segja að notkun þessara gagna er mun meiri hjá fjölmennari sveitarfélögum og hjá þeim er kostnaður við notkun einnig langminnstur hlutfallslega miðað við mannfjölda, þó eru dæmi um fámenn sveitarfélög sem spjara sig tiltölulega vel, t.d. með því að ganga til samstarf við nágrannasveitarfélög.

 

Landmælingar Íslands vilja þakka öllum hlutaðeigandi fyrir þátttökuna og gott samstarf.

Landupplýsingar sveitarfélaga.

 

Leave a comment