Í maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og kort á vegum íslenskra stjórnvalda en í því felst að gera opinber gögn aðgengileg til fjölbreytilegra nota. Lögin um grunngerð landupplýsinga miða að innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem nefnist INSPIRE og fara Landmælingar Íslands með framkvæmd laganna fyrir hönd umhverfis og auðlindaráðherra. Lögin kalla á víðtækt samstarf og miðlun upplýsinga og þekkingar bæði hér á landi og í Evrópu og er stór þáttur í því árleg ráðstefna INSPIRE þar sem hópur sérfræðinga og fulltrúa úr stjórnsýslunni í Evrópu hittist til að fara yfir stöðu mála.
Dagana 26. til 30. september stendur yfir í Barcelona ráðstefna um INSPIRE, þar sem fjallað er um hvernig verkefninu miðar áfram og hvernig INSPIRE stuðlar að greiðu aðgengi að landupplýsingum þvert á stjórnsýslustig og landmæri Evrópuríkja. Eydís L. Finnbogadóttir forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum Íslands sækir ráðstefnuna auk Ragnars Þórðarson sérfræðings hjá Landmælingum Íslands.