Starfsfólk Landmælinga Íslands fóru á dögunum á stúfana, tóku nokkra punkta í bænum og tengdu við Geocaching leikinn. Geocaching er app sem er hlaðið í snjalltæki fólki að kostnaðarlausu t.d. í gegnum play store. Leikurinn, sem er alþjóðlegur, er eins konar fjársjóðsleit sem fer fram utandyra með því að elta GPS hnit og leita að geocache (alls kyns ílát) sem eru falin á staðnum. Í appinu eru upplýsingar um staðinn sem geocache-ið er falið á og þegar ílátið er fundið á maður að skrifa notendanafnið sitt í skrifblokk sem fylgir í ílátinu og gera viðeigandi ráðstafanir í appinu. Leikurinn er í ætt við Pokémon Go leikinn sem getur vart hafa farið fram hjá nokkrum manni en starfsfólk Landmælinga Íslands hvetja alla til að leita að punktunum á Akranesi enda er hér tilvalin leið fyrir fjölskyldur að tengja saman útiveru, fræðslu og notkun korta í snjalltækjum. https://www.geocaching.com/guide/