Samningur Háskóla Íslands og Landmælinga Íslands um fjarkönnun

F.v.: Steinunn Gestsdóttir, Hilmar B. Janusson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Kolbeinn Árnason, Jón Atli Benediktsson og Magnús Guðmundsson. Mynd: Kristinn Ingvarsson.
Jón Atli Benediktsson rektor Hásóla Íslands og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands undirrituðu samninginn. Mynd: Kristinn Ingvarsson
Jón Atli Benediktsson, rektor Hásóla Íslands og Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands undirrituðu samninginn.
Mynd: Kristinn Ingvarsson

Í gær 14. nóvember 2016 var undirritaður samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Landmælinga Íslands. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi sem gerður var fyrst árið 2000 en verið framlengdur nokkrum sinnum eftir það. Meginmarkmið samningsins er að vinna að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi og er Dr. Kolbeinn Árnason sameiginlegur starfsmaður beggja stofnana á þessu sviði. Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands munu skiptast á fjarkönnunargögnum og einnig munu stúdentar við Háskólann geta stundað nám í fjarkönnun í nánu samstarfi við Landmælingar Íslands. Samstarfið hefur verið mjög farsælt á undanförnum árum og mun geta orðið enn heilladrýgra í framtíðinni þar sem sannkölluð bylting hefur orðið í framboði á fjarkönnunargögnum, einkum gervitunglamyndum. Landmælingar eru þátttakendur í landflokkunarverkefnum á vegum Copernicusaráætlunar Evrópusambandsins þar sem margs konar landgerðakort eru uppfærð á nokkurra ára fresti með notkun nýrra gervitunglagagna. Mjög ör þróun er um þessar mundir í myndatökutækni með gervitunglum og er greinihæfni myndanna stöðugt að batna auk þess sem aukin fjöldi fjarkönnunartungla á braut um jörðu tryggir samfellda myndaþekju af landinu öllu á mun styttri tíma en áður hefur þekkst. Þessi gervitunglagögn getur Háskóli Íslands einng nýtt sér í sambandi við stúdentaverkefni og margs konar rannsóknir á sviði náttúruvísinda.

F.v.: Steinunn Gestsdóttir, Hilmar B. Janusson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Kolbeinn Árnason, Jón Atli Benediktsson og Magnús Guðmundsson. Mynd: Kristinn Ingvarsson.
F.v.: Steinunn Gestsdóttir, prófessor; Dr. Hilmar B. Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs; Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor; Dr. Kolbeinn Árnason, jarðelðlisfræðingur; Jón Atli Benediktsson og Magnús Guðmundsson. Mynd: Kristinn Ingvarsson.