Umhverfisþing og ný skýrsla um stöðu umhverfismála

Umhverfisráðherra boðar til VI. Umhverfisþings dagana 9.-10. október 2009. Þingið fer fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sjálfbær þróun verður aðalumfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Kynntar verða tillögur að nýjum áherslum stjórnvalda á sviði sjálfbærrar þróunar næstu árin. Einnig verður kynnt ný skýrsla umhverfisráðherra um stöðu og þróun umhverfismála.  Að gerð skýrslunnar komu starfsmenn Landmælinga Íslands og í henni er m.a. fjallað um CORINE og INSPIRE.  Skýrsluna má sækja á vef umhverfisráðuneytisins.

Leave a comment