Fimmta Sentinel gervitungli ESA skotið á loft

Myndin er fengin að láni af vef ESA.
Myndin er fengin að láni af vef ESA.
Myndin er fengin að láni af vef ESA.

Þann 7. mars sl. var nýju gervitungli á vegum ESA (Europian Space Agency) skotið á loft. Gervitunglið kallast Sentinel-2b og er systurtungl Sentinel-2a sem skotið var á loft árið 2015. Tunglin gegna lykilhlutverki við kortagerð af landi og gróðri og eru myndir frá þeim meðal annars notaðar í Corine verkefni sem Landmælingar Íslands eru aðilar að. Tunglin geta myndað allt yfirborð jarðarinnar á fimm daga fresti og eru þau á sama sporbaug en andspænis hvert öðru, sem þýðir t.d. að þegar annað tunglið er yfir Madrid þá er hitt yfir Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands.

Sentinel-2 gervitunglin eru svo kölluð optísk gervitungl og er minnsta eining sem þau nema 10×10 metrar. Þau nema ljós frá jörðu á 13 mismunandi bylgjulengdum sem gerir þau sérstakleg góð til að vakta breytingar á yfirborði jarðar, s.s. á gróðri, umhverfisupplýsingum eða manngerðum hlutum.

Gervitunglin eru hluti af Copernicusaráætlun Evrópusambandsins en Ísland er aðili að Copernicusáætluninni og eru Landmælingar Íslands aðaltengiliðir við verkefnið hér á landi. Öll gögn frá Sentinel gervitunglunum, sem nú eru 5 talsins, eru öllum agengileg og án gjaldtöku. Gögnin er hægt að skoða á mörgum stöðum á netinu, t.d. hér á þessari slóð http://sentinel-pds.s3-website.eu-central-1.amazonaws.com/image-browser/#lat=65.13918752019713/lng=-19.7369384765625/zoom=7