GEMET orðalistinn nú á íslensku

GEMET stendur fyrir General Multilingual Environmental Thesaurus sem er samræmdur íðorðalisti eða hugtakasafn á sviði umhverfismála.  Orðalistinn, sem er á mörgum tungumálum, var þróaður hjá  evrópsku umhverfisstofnunarinni (EEA) og European Topic Centre on Catalogue of Data Sources (ETC/CDS).

Grundvallarhugmyndin á bak við þróun GEMET orðalistans var að búa til eitt samræmt hugtakasafn á sviði umhverfismála til að spara tíma og fjármuni. Hugtakasafnið er samruni fjölmargra orðasafna sem áður voru til staðar á þessu sviði og er í stöðugri þróun.

Nýverið varð sú breyting að íslenska bættist við GEMET. Nú er því hægt er að velja ákveðin þemu (Thematic Listing) eða hugtök (Alphabetic Listing) á íslensku og sjá hvernig þau eru þýdd á önnur tungumál innan evrópska efnahagssvæðisins. Þetta er mikilvægt í samræmingarverkefnum sem unnið er að í íslenskri stjórnsýslu, þar á meðal verkefnum sem tengjast grunngerð landupplýsinga s.s. vegna– INSPIRE.  Landmælingar Íslands vinna nú að því að kanna leiðir til að tengja GEMET við Lýsigagnagátt, þannig að hægt sé að samræma lykilorðavalið þar.

Nánari upplýsingar um GEMET orðalistann má fá hjá starfsfólki Landmælinga Íslands.