Hnit jarðstöðva LMÍ uppfærð í ISN2016

Jarðstöð Landmælinga Íslands á Snæfellsnesi.
Jarðstöð Landmælinga Íslands á Snæfellsnesi.

Föstudaginn 1. september sl. var hnitum á IceCORS jarðstöðvum Landmælinga Íslands breytt úr ISN2004 yfir í ISN2016. Með því að uppfæra hnitin verður hægt að reikna kerfisleiðréttingar fyrir IceCORS og mun það stækka áhrifasvæði IceCORS til muna og auka nákvæmni á svæðum fjarri IceCORS stöðvunum. Fyrir notendur sem eru að vinna í ISN93 eða ISN2004 er nauðsynlegt að framkvæma localization/calibration eftir að hnitum hefur verið breytt. Ráðlegt er að hafa þau svæði sem hver localization/calibration nær yfir sem minnst til að lágmarka áhrif þeirrar bjögunar sem orðið hefur á ISN93 og ISN2004.