Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2017, er komið út. Þar er meðal annars sagt frá verkefni um kortlagningu landgerðabreytinga í Evrópu, en Landmælingar Íslands taka þátt í verkefninu, hniti jarðstöðva Landmælinga Íslands sem hafa nú verið uppfærð í ISN2016 og nýrri uppfærslu á IS 50V. Ýmislegt annað fróðlegt er að finna í fréttabréfinu sem má sjá með því að smella hér.