EuroGeographics, samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu, hafa gefið út myndband sem sýnir á einfaldan hátt hve mikilvæg nákvæm staðsetning er í þágu almennings til að takast á við málefni dagsins. Sýnd eru dæmi um mikilvægi staðsetningar og góðra korta þegar komast á frá einum stað til annars, við skráningu fasteigna og vegna neyðartilvika svo eitthvað sé nefnt.