Síðan lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsinga á Íslandi voru sett árið 2011, hafa opinberir aðilar unnið að því að gera gögn sín aðgengileg. Eitt fyrsta verkefnið var að skrá lýsigögn fyrir gögnin og birta þær upplýsingar, auk þess gera gögnin sýnileg. Fyrsta skrefið í aðgengi hefur verið í formi skoðunarþjónusta og er nú hægt að skoða gögn frá mismunandi aðilum í einni landupplýsinga gátt sem Landmælingar Íslands reka.
Staðan á innleiðingu grunngerðar landupplýsinga á Íslandi er nú í lok árs þannig:
Fjöldi skráðra lýsigagna frá lokum desember 2016 til dagsins í dag hefur farið úr 142 í 204. þetta þýðir að nú hafa notendur upplýsingar um rúmlega 60 fleiri gagnasett en áður. https://gatt.lmi.is Þá er jafnframt í dag hægt að skoða 106 gagnasett í landupplýsingagáttinni https://kort.lmi.is/?lang=is og nýta þau saman með öðrum gögnum. Þessi gagnasett koma frá 11 stofnunum auk gagna frá einkaaðilum.
Á nýju ári munu Landmælingar Íslands leggja aukna áherslu á aðgengi að opinberum landupplýsing s.s. með aukinni aðstoð við smærri stofnanir. Þá er einnig mikilvægt að opinberar landupplýsingar sveitarfélaga verði gerðar aðgengilegar með vefþjónustum og fyrir þau skráð lýsigögn.
Notkun landupplýsinga frá mismunandi aðilum hefur þegar sannað sig við ýmsa vinnu stjórnsýslunnar . Það er því hagur allra að aðgengi að landupplýsingum sé að aukast eins og tölurnar frá 2017 gefa vísbendingu um.
Hér fyrir neðan er listi nokkurra þeirra 106 landupplýsinga sem hægt er að skoða í landupplýsingagáttinni ásamt upplýsingum um uppruna þeirra :
Gögn | Gagnaeigandi |
Kvikmyndatökustaðir á Íslandi | Ferðamálastofa |
Sögulegar ljósmyndir danskra landmælingamanna | Landmælingar Íslands |
Örnefni á Íslandi | Landmælingar Íslands |
Mörk landeigna | Þjóðskrá |
Breytingar á stjórnsýslumörkum frá 1904 | Landmælingar Íslands |
Mikilvæg fuglasvæði | Náttúrufræðistofnun |
Heimilisföng (staðföng) | Þjóðskrá |
Jarðvegskort af Íslandi | Landbúnaðarháskóli Íslands |
Landgræðslusvæði | Landgræðsla ríkisins |
Dýpislínur umhverfis Ísland | Landhelgisgæslan |
Jarðhitasvæði á Íslandi | Náttúrufræðistofnun |
Vatnsverndarsvæði | Orkustofnun |
Náttúrulegt birkilendi | Skógræktin |
Friðlýst svæði á Íslandi | Umhverfisstofnun |