Aukið aðgengi að opnum gjaldfrjálsum kortagögnum í Evrópu

Nýlega birtu EuroGeographics (samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu) niðurstöður könnunar um aðgengi að opnum kortagögnum/landupplýsingum. Könnuninni svöruðu 46 korta- og fasteignastofnana í Evrópu og var spurt um ýmislegt í tengslum við opin gögn, s.s. gjaldfrelsi, aðgengi, niðurhal og skilmála. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að opið og gjaldfrjálst aðgengi að þessum gögnum hafi aukist mikið undanfarin ár og kom fram að 98% þeirra sem svörðuðu, hafa öll gögn sín eða hluta þeirra opin á vefnum. Á hinn bóginn kom fram að skilmálar gagnanna eru nokkuð mismunandi eftir stofnunum og löndum og þar er þörf á átaki til samræmingar.

Landmælingar Íslands tóku þátt í framangreindri könnun en öll korta- og landupplýsingagögn stofnunarinar eru opin og gjaldfrjáls. Hægt er að skoða og hlaða opnum gögnum Landmælinga Íslands niður á niðurhalssíðu stofnunarinnar.

Fréttatilkynningu um framangreinda könnun er hægt að lesa á heimasíðu EuroGeographics.