Í tilefni af Degi jarðar þann 22. apríl síðastliðnn ákvað starfsfólk Landmælinga Íslands að sýna umhverfisábyrgð í verki og verja um það bil hálftíma í að týna rusl eða „plokka“ í nærumhverfinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem Guðni Hannesson tók, þarf ekki langan tíma til að stuðla að bættu umhverfi um leið og menn fá sér frískt loft.