Gögn frá morgunverðarfundi um grunngerð landupplýsinga.

Á myndinni eru fyrirlesarar og fundarstjóri, frá vinstri: Steinunn Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Hafliði Sigtryggur Magnússon, Árni Geirsson, Eydís Líndal Finnbogadóttir, Björn Barkarson og Anna Guðrún Ahlbrecht.

Landmælingar Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi um grunngerð landupplýsinga þann 23. maí síðastliðinn á Grand Hótel. Fundurinn var hugsaður fyrir alla sem vinna með landupplýsingar. Þátttaka var mikilvægur liður í samstarfi um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, en fundurinn var einnig tekin upp og er hægt að horfa á öll erindi og skoða glærur HÉR.