Forstjóri Landmælinga Íslands fer tímabundið til annarra starfa

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið í eitt ár sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs en Magnús hefur gengt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999. Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar og staðgengill forsjóra verður starfandi forstjóri  Landmælinga Íslands frá 1. september 2018 í fjarveru Magnúsar.  Eydís hefur starfað hjá Landmælingum Íslands frá árinu 1999.