Skráning örnefna á Fljótsdalshéraði

Bjarney Guðbjörnsdóttir aðstoðar við örnefnaskráningu. Myndina tók Rannveig L. Benediktsdóttir.
Bjarney Guðbjörnsdóttir aðstoðar við örnefnaskráningu. Myndina tók Rannveig L. Benediktsdóttir.

Föstudaginn 19. október fóru Rannveig L. Benediktsdóttir og Bjarney Guðbjörnsdóttir, starfsmenn Landmælinga Íslands til Egilsstaða þar sem undirritaður var samstarfssamningur milli stofnunarinnar og Fljótsdalshéraðs um söfnun og skráningu örnefna. Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði mun sinna skráningunni og nota til þess örnefnaskráningarveftól Landmælinga Íslands og örnefnalýsingar jarða frá nafnfræðisviði Árnastofnunar.

Þær Rannveig og Bjarney héldu námskeið fyrir skráningaraðilana og fór skráningin vel af stað. Svo mikill áhugi er á svæðinu fyrir verkefninu að í lok dags var boðað til  fundar með þeim sem hafa áhuga á að skrá örnefni á jörðum sínum á myndir í stað þess að skrá í örnefnaskráningarveftólið. Stofnunin tekur síðan við myndunum og skráir örnefnin inn í örnefnagrunn Landmælinga Íslands.