Fimmtudaginn 4. apríl 2019 milli kl. 09:00 og 16:00 munu Þjóðskrá Íslands og Landmælingar Íslands bjóða upp á vinnustofu á Hótel Selfossi, fyrir landmælingamenn, tæknifólk sveitarfélaga og hönnuði sem skila inn gögnum í Landeignaskrá. Farið verður yfir grunnþætti landeignaskráningar, gagnaöflun, skráningarferli, landmælingu, framsetningu uppdrátta og lagalegt umhverfi. Vinnustofan er hugsuð sem fyrsta skref af nánara samtali um skráningu langeigna sem svo ferðast víðar um land ef áhugi reynist fyrir hendi.
Kostnaður 12.000 kr. á þátttakanda – innifalið hádegismatur, kaffi og námskeiðsgögn. Hámarksfjöldi þátttakenda er 30 manns. Skráning á land@skra.is fyrir 2. apríl næstkomandi.