CORINE-flokkunin 2000 – 2018 Snæfellsjökull minnkar og minnkar og minnkar

Ofan á innrauða SPOT-gervitunglamynd (tekin 26. júlí 2005) eru dregnar mismunandi litar línur sem tákna útlínu Snæfellsjökuls í þau fjögur skipti sem CORINE-kortlagningin hefur farið fram. Taflan sýnir hvaða lína á við hvert ár og hvert flatarmál jökulsins var þá:

Ár CORINE-kortlagningar Litur útlínu Flatarmál (km2)
2000 bleikur 12,1
2006 grænn 11,0
2012 rauður 9,2
2018 svartur 8,5

 

Á þessum 18 árum hefur Snæfellsjökull rýrnað um rúmlega 29% og ef bráðnunin heldur áfram með sama hraða verður hann alveg horfinn árið 2058, þ.e. eftir 40 ár. (Sjá einnig: https://kortasja.lmi.is/ og velja „Landgerðir, CORINE 2018“ undir „önnur kortalög“).