CORINE-flokkunin – Útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu

Myndirnar sýna niðurstöður CORINE-flokkunarinnar árið 2000 (efri mynd) og 2018 (neðri mynd). Augljóst er hvernig byggð svæði (einkum rauðir litir) sem og skógar og skógræktarsvæði (grænir litir) hafa stækkað. Mikilvægur hluti af CORINE-flokkunarvinnunni er að leiðrétta villur í seinustu útgáfu gagnagrunnsins áður en raunverulegar breytingar eru kortlagðar. Á stöku stað má sjá slíkar leiðréttingar einkum hvað varðar skógana Sjá einnig: https://kortasja.lmi.is/ og velja „Landgerðir, CORINE 2018“ undir „önnur kortalög“.