Hér var ég

Landmælingar Íslands hafa útbúið skemmtilegt og einfalt kort fyrir börn sem fullorðna þar sem hægt er að fylgjast með hversu víða hefur verið ferðast um landið. Kortið er útbúið með hvítum punktum fyrir flesta þéttbýlisstaði og megin leiðir landsins sem hægt er lita þegar komið hefur verið á staðinn. Ef að staðir eru ekki inni er einnig tilvalið að merkja inn á kortið sína eigin staði og lita.

Kortið er hugsað til gagns og gaman fyrir alla fjölskylduna en með aðstoð þess er einnig hægt gera áætlanir um hvaða staði á eftir að heimsækja. Kortinu er hægt að hala niður í góðri upplausn og eru hugsuð fyrir stærðir A3 og A4. Þar sem upplausn þeirra er nokkuð góð eru þau nokkuð stór til að sækja í síma þó það sé einnig vel gerlegt.

Einfaldasta leiðin til að sækja kortin til sín er að smella á kortið og hægrismella á myndirna og velja „vista sem /save as“

Landmælingar Íslands hvetja börn og fullorðna til að sækja kortin, opna í myndforriti eða prenta út og byrja að lita, svo er líka skemmtilegt að pakka þeim inn í jólapakkann.

Góða skemmtun.