Þrívíddarlíkan af Flateyri

Landmælingar Íslands hafa sett saman einfalt hæðarlíkan af Flateyri með gervitunglamynd ofaná. Myndin er frá 8.8.2011 en hæðarlíkanið er hluti af svokölluðum Arctic DEM gögnum. Með aðstoð líkansins er auðvelt að sjá landslagið í kringum Flateyri og hvernig Innra-Bæjargil og Skollahvilft hvíla fyrir ofan bæjinn. Gögn eins og fjarkönnunarmyndir og hæðarlíkön eru mikilvæg til að glöggva sig á staðháttum úr fjarlægð en nýtast einnig við ýmsar greiningar og skipulag.

Þrívíddarmódel með gervitunglamynd er að finna hér:
http://atlas.lmi.is/3dmodel/Flateyri/Flateyri3D.html

Hæðarlíkan (hilshade) er að finna hér:
http://atlas.lmi.is/3dmodel/FlateyriShade/FlateyriShade3D.html