Andrúmsloftið er vaktað úr geimnum

Sentinel-5p gervitungl

Sentinel-5p er gervitungl á vegum Copernicus sem hefur innanborðs mjög fullomið mælitæki sem kallast TROPOMI (TROPOspheric Monitoring Instrument). Meginmarkmið Sentinel-5p er að framkvæma mælingar á andrúmsloftinu með mikilli upplausn sem nota má m.a. við mat á loftgæðum, UV geislun og loftslagseftirlit. TROPOMI hefur frá 2017 mælt helstu innihaldsefni andrúmsloftsins á jörðinni, þar með talið óson, köfnunarefnisdíoxíð, kolmónoxíð, brennisteinsoxíð, metan, formaldehýð og úðaefni. Gögn frá Sentinel-5p eru aðgengileg öllum eins og önnur gögn í Copernicusar áætluninni en Ísland hefur verið fullgildur meðlimur í Copernicus frá 2013 og eru Landmælingar Íslands aðal tengiliður við Copernicus.

Á dögunum birtist áhugaverð grein í Fréttablaðinu um lækkun á styrk ósóns á norðurslóðum en þær niðurstöður eru byggðar á gögnum úr Sentinel-5p.

Gögn frá Sentinel-5p hafa einnig sýnt að áhrifa vegna samkomu- og samgöngubanns víða um heim vegna COVID-19 gætir svo um munar í andrúmsloftinu, sér í lagi þegar kemur að magni hins skaðlega köfnunarefnisdíoxíðs. Nánar má m.a. lesa um það á vef BBC.