Ertu að fara í frí? – Ekki ruglast á Laxánum

Áður en þú ferð í ferðalag er gott fyrir þig að huga vel að undirbúningi til að tíminn í fríinu nýtist sem best. Vissirðu til dæmis að í örnefnagrunni Landmælinga Íslands  eru 25 Laxár? Það er eins gott að vita hvar maður á pantað í veiði.

Það gæti líka verið gaman að ganga á eins mörg Búrfell á landinu og tími gefst til en a.m.k. 33 Búrfell eru vítt og breitt um landið. Hvað nærðu mörgum í sumar?