Nýjar útgáfur af ÍslandsDEM hæðarlíkaninu

Nú er liðið u.þ.b. hálft ár síðan ÍslandsDEM hæðarlíkan LMÍ var gefið út. Hæðarlíkanið hefur verið mjög vinsælt og notað af mörgum enda er nákvæmni þess slík að það hentar í mörg verkefni.

Hægt er að skoða hæðarlíkanið og hlaða því niður á http://atlas.lmi.is/mapview/?application=DEM og er þá smellt á Gögn – Sækja gögn, smelltu á reit.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýlega var bætt við hæðarlíkani í ISN93 hnitakerfinu og að auki 10 og 20 metra útgáfur af hæðarlíkaninu og er þá hægt að hlaða öllu landinu niður í einni skrá. Slíkt hæðarlíkan er hentugt fyrir þá sem ekki þurfa mestu nákvæmni, t.d. í kortagert í litlum mælikvörðum eða sem undirlag til að búa til hæðarskyggingu. Til að jafna álag á vefþjóna stofnunarinnar getur þetta niðurhal tekið nokkurn tíma.

 

Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að búa til 20 metra hæðarlínur til nota í kortagerð. Með þessari aðferð verður ekki til hæðarlínuþekja heldur einungis línur sem draga fram landslagið. Ekki er verra að smella á „Full Screen“ til að sjá hvað fer fram á myndbandinu.