Landmælingar Íslands selja kortalagerinn

Í lögum um landmælingar og grunnkortagerð sem samþykkt voru á Alþingi þann 3. júní 2006 eru ákvæði um að Landmælingar Íslands skuli hætta sölu og dreifingu á prentuðum kortum og geisladiskum og skal stofnunin selja lager og útgáfuréttindi kortanna. Markmiðið er að draga stofnunina út úr samkeppni við einkafyrirtæki sem stunda kortaútgáfu til þess að stofnunin geti betur sinnt grunnverkefnum á sínu sviði.

 

Um er að ræða eftirfarandi kortaflokka:

Kortaflokkur

Lýsing /
Sjá nánar í viðauka A

Mælikvarði

Heildarmagn (stk)

1.

Sérkort

Ýmis kort af vinsælum ferðamannastöðum.

6.775

2.

Atlaskort

Nákvæmasti kortaflokkur sem til er af öllu Íslandi.

1:100 000

29.711

3.

DMA-kort

Nákvæm staðfræðikort. Vinsæl meðal útivistarfólks.

1:50 000

71.345

4.

AMS-kort

Eldri útgáfa staðfræðikorta.

1:50 000

26.658

5.

Staðfræðikort 1:25 000

Mjög nákvæm kort af Reykjanesi og Héraði.

1:25 000

8.955

6.

Kortadiskar

Flest útgefin kort LMÍ á stafrænu formi.

3.068

 

Óskað er eftir tilboðum í lager prentaðra korta LMÍ. Heimilt er að bjóða í einstaka kortaflokka.

Tilboðum skal skilað til Ríkiskaupa (Borgatúni 7c, 105 Reykjavík) fyrir kl. 14:00 þann 31. janúar 2007.

 

Hægt verður að skoða kortin hjá Landmælingum Íslands, Stillholti 16-18, dagana 22. – 24. janúar, eftir nánara samkomulagi.

 

Sölulýsing með söluskilmálum verður aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með þriðjudeginum 16. janúar.

Leave a comment