Hér fyrir neðan má sjá lista yfir algengar fyrirspurnir sem berast til Landmælinga Íslands.
Spurt er um:
– kort af jörð, landshluta eða mynd af jörð.
[su_expand more_text=“Sýna allt svarið“ less_text=“Loka svari“ height=“15″]
Svar: Hjá Landmælingum Íslands eru til um 140.000 loftmyndir. Myndirnar eru flestar svarthvítar og eru til frá árunum 1937 til 2000. Ef leitað er eftir nýrri loftmyndum og í lit er hægt að hafa samband við Samsýn ehf. eða Loftmyndir ehf.
Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna loftmyndasafn þar sem hægt er að skoða mikið af þeim myndum sem eru til og stöðugt er unnið að því að skanna inn allar loftmyndir í eigu stofnunarinnar.[/su_expand]
– landakort sem sýnir örnefni.
[su_expand more_text=“Sýna allt svarið“ less_text=“Loka svari“ height=“15″]
Svar: Flest kort sem Landmælingar Íslands hafa gefið út má finna innsköðnnuð á vef stofnunarinnar á undir heitinu Kortasafn. Einnig er þar að finna gamlar bæjarteikningar, Atlaskortateikningar og ljósmyndir Dana. Ef leitað er eftir ferðakorti á pappír er bent á Bókaverslun Iðnú, Brautarholti 8, Reykjavík þar sem hægt er að skoða og velja milli allra þeirra fjölmörgu korta sem í boði eru hjá Ferðakortum. Forlagið býður einnig upp á úrval ferðakorta.
Ef eingöngu er leitað eftir korti af ákveðinni jörð þá bjóða Landmælingar Íslands upp á loftmyndir á stafrænu formi gegn vægu gjaldi. Hægt að setja örnefni inn á þessar myndir fyrir þá sem þess óska. Örnefni má skoða í Örnefnasjá og Kortasjá Landmælinga Íslands. [/su_expand]
– landamerki jarða.
Svar: Þjóðskrá Íslands veitir þessar upplýsingar
– stærð jarðar.
Svar: Hægt er að finna þessar upplýsingar í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.
– vegalengdir milli staða á Íslandi.
Svar: Á heimasíðu Landmælinga Íslands má finna vegalengdir milli staða á Íslandi. Upplýsingarnar eru fengnar af vef Vegagerðinnar.
Á heimasíðu Landmælinga Íslands má einnig finna ýmsan tölulegan fróðleik s.s. flatarmál landsins, lengd strandlínu og hæstu fossa svo eitthvað sé nefnt.
– hvernig breyta eigi GPS hnitum í ISNET hnit og öfugt.
Svar: Landmælingar Íslands bjóða upp á vörpunarforritið Cocodati þar sem notendur geta breytt hnitum yfir á mismunandi form.