Um grunngerð
Í maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda aðgengi að stafrænum landupplýsingum á vegum stjórnvalda en lögin tengjast INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Samkvæmt lögunum er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“
Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar byggir á nokkrum meginreglum INSPIRE:
-
Gögnum skal einungis safnað einu sinni
-
Gögnum skal vera haldið við þar sem hægt er að gera það á sem hagkvæmastan hátt;
-
Einfalt yfirlit verði til yfir hvaða gögn og þjónusta er í boði (lýsigögn);
-
Gögn ætti að nota frá upprunastað sínum;
-
Tryggt sé að hægt sé að nota gögn frá mörgum í mismunandi samhengi
[button link=“https://gatt.lmi.is/geoportal122/ “ color=“default“ target=“_blank“ size=“small“]Lýsigagnagátt[/button][button link=“http://kort.lmi.is/“ color=“default“ target=“_blank“ size=“small“]Landupplýsingagátt[/button] [button link=“[button link=“https://www-gamli.lmi.is/listi-gagnasett-sem-tilheyra-grunngerd-landupplysinga-a-islandi/“ size=“small“ target=“_blank“]Listi yfir gagnasett[/button]