Dagana 7.-10. október næstkomandi munu EuroGeographics, samtök korta og fasteignastofnana í Evrópu halda ársþing sitt. Að þessu sinni verður þingið haldið í borginni Dubrovnik í Króatíu í boði Króatísku korta- og fasteignastofnunarinnar (State Geodetic Administration of the Republic of Croatia).
Meginþema ársþingsins að þessu sinni verður “Hlutverk korta- og fasteignastofnana á sviði umhverfismála og við að tryggja öryggi borgaranna”.Gert er ráð fyrir að um 120 stjórnendur taki þátt í störfum ársþingsins, en aðilar að EuroGeographics eru frá 49 stofnunum í 42 löndum Evrópu og hjá þeim til samans starfa um 55.000 manns.
Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands situr í stjórn EuroGeographics. Frekari upplýsingar: www.eurogeographics.or