Fyrsti íslenski staðallinn

Í dag kom út fyrsti íslenski staðallinn á sviði landupplýsinga (ÍST 120:200 Skráning og flokkun landupplýsinga – Fitjuskrá). Markmiðið með útgáfu staðalsins er að koma á samræmdri flokkun gagna í íslenskum landupplýsingakerfum ekki síst til að auka og bæta aðgengi að slíkum upplýsingum.

 

Umsjón með gerð flokkunarlistans var hjá Landmælingum Íslands en verkefnið var unnið í samvinnu við LÍSU samtökin og ýmsar fagstofnanir. Staðlaráð Íslands (www.stadlar.is) sá um útgáfu staðalsins og mun sjá um dreifingu og sölu til notenda. Auk þess að auka aðgengi að landfræðilegum upplýsingum er nýja staðlinum ætlað að tryggja eftirfarandi:

 

  • Öruggari skráningu landupplýsinga
  • Nákvæmari skráningu landupplýsinga
  • Samræmda skráningu “fitjutegunda og eiginda” í landupplýsingakerfum
  • Auðveldara viðhald “fitjuskráa” í landupplýsingakerfum
  • Skýrari reglur um viðhald og uppfærslur á “fitjuskrám”
  • Að nýskráningar verði einfaldar og möguleikar ótakmarkaðir

 

Flokkunarlistinn er byggður á kröfum alþjóðlega staðalsins ISO 19110 “Methology for feature cataloguing”. Þessi staðall er úr röð tæknistaðla ISO(hlekkur: http://www.isotc211.org)

á sviði landupplýsinga og hafa Landmælingar Íslands það hlutverk að sjá um innleiðingu þessara staðla hér á landi í samvinnu við hagsmunaaðila og Staðlaráð Íslands.

 

Frekari upplýsingar:

Landmælingar Íslands

Stillholt 16-18, 300 Akranes

Anna Guðrún Ahlbrecht gæðastjóri

anna@lmi.is

Sími. 4309000

www.lmi.is

 

Leave a comment