IS 500V gögn Landmælinga Íslands aðgengileg gegn vægu gjaldi

Landmælingar Íslands vilja að gögn þeirra séu notuð af sem flestum.

Árið 2011 var sú ákvörðun tekin að innheimta ekki gjöld fyrir IS 500V gögn stofnunarinnar en hins vegar þarf að greiða þjónustugjald sem er kr. 3850,- án vsk og er gerður afnotasamningur þar um.

Ef birta á gögnin og/eða dreifa þeim þarf að fá leyfi hjá Landmælingum Íslands og greiða birtingargjald fyrir.

Hægt er að fá gögnin á gdb, shp og dwg formi.

Áhugasamir sendi tölvupóst á lmi@lmi.is.

 

Leave a comment