Sendiherrar norðurskautsríkjanna fræðast um kortamál

Þann 24. febrúar síðastliðinn hélt Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands fyrirlestur í utanríkisráðuneytinu um Arctic SDI verkefnið fyrir sendiherra norðurskautsríkjanna á Íslandi.

 Verkefnið snýst um aðgengi að kortum og tengdum landupplýsingum frá kortastofnunum ríkjanna sem eiga fullrúa í Norðurskautsráðinu (Bandaríkin, Rússland, Kanada, Ísland, Noregur, Finnland, Svíþjóð og Danmörk) en einnig tekur grænlenska heimastjórnin virkan þátt.  Magnús er formaður stjórnar verkefnisins og situr hann í stjórninni fyrir hönd kortastofnana allra Noðurlandanna. Fyrirlesturinn vakti talsverða athygli meðal sendiherranna og fulltrúa ráðuneytisins. Þetta mun efla upplýsingaflæði og samstarf enn frekar á þessu sviði.

Leave a comment