Samstarf á sviði örnefna

Í dag skrifuðu Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, undir samstarfssamning milli stofnananna.  Markmið samningsins er að stofnanirnar vinni sameiginlega að því markmiði að til verði einhlítur gagnagrunnur um íslensk örnefni sem nýtist öllu samfélaginu og að örnefni séu birt með sem réttustum hætti.Sérstök áhersla verður lögð á að samræmis verði gætt í því hvernig örnefni eru skráð og hvernig gögnum og upplýsingum um þau er miðlað til samfélagsins.

Samninginn má sjá hér.

Á myndinni sjást Magnús Guðmundsson, forstjóri LMÍ og Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, handsala samninginn en einnig eru með þeim á myndinni, Svavar Sigmundsson, stofustjóri nafnfræðisviðs hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður landupplýsingasviðs LMÍ.

 

 

Leave a comment