SFR hefur stendur árlega að könnuninni Stofnun ársins en hún er gerð í samstarfi við VR sem hefur staðið fyrir könnun á vinnuskilyrðum og Fyrirtæki ársins meðal félagsmanna sinna í áratug. Um er að ræða stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi og náði hún til um þrjátíu þúsund starfsmanna bæði hjá opinberum stofnunum og hjá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði. Könnunin var gerð í febrúar og mars á þessu ári og urðu Landmælingar í 9. sæti í könnuninni meðal stofnana og færðu sig upp um eitt sæti frá árinu áður.
Nánari upplýsingar um könnunina má lesa á heimasíðu SFR.