Þorvaldur Bragason landfræðingur og upplýsingafræðingur hefur opnað vefsíðuna Kortasafn.is, sem ætlað er vekja athygli á slæmri stöðu safna sem geyma landfræðileg gögn á Íslandi.
Kort, loftmyndir, gervitunglagögn, stafræn kortagögn og svæðistengd töluleg gögn eru dreifð um allt samfélagið. Söfnin eru víðast lítt skráð, ósamræmd og skrár eru sjaldnast birtar á Netinu, auk þess sem mörg söfn eru geymd við óhentugar aðstæður. Samræmd skráning, markvissari varðveisla og birting upplýsinga er nauðsynleg til að síðar megi koma upp samræmdu vefviðmóti fyrir aðgengi að slíkum gögnum á Netinu.