Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

Í dag kom Þórunn Sveinbjarnardóttir nýskipaður umhverfisráðherra í heimsókn til Landmælinga Íslands og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Ráðherra heilsaði upp á starfsmenn og kynnti sér þau verkefni sem unnin eru á stofnuninni. Í heimsókninni var ráðherra afhent fyrsta eintak nýs staðals sem ber heitið Fitjuskrá – Skráning og flokkun landupplýsinga og unnið hefur verið að undanfarin ár.

 

Á myndinni sést þegar Anna Guðrún Ahlbrecht gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands afhendir Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra nýjan staðal. Á myndinni eru einnig Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins.

Leave a comment