Þann 17. apríl síðastliðinn var haldinn kynningarfundur á frumvarpi að 2. útgáfu staðalsins ÍST 120 Skráninga og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa. Fundurinn var haldinn í samstarfi LÍSU samtaka um landupplýsingar á Íslandi og Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningarefni frá fundinum má nálgast hér.
Frumvarpið kom út 2. apríl síðastliðinn og sér Staðlaráð Íslands um sölu og dreifingu þess.
Frumvarpið hefur verið auglýst í Staðlatíðindum á vef Staðlaráðs http://www.stadlar.is/stadlatidindi/ og umsagnarfrestur er til 4. júní næstkomandi.