Landmælingar Íslands standa þessa dagana fyrir algildum þyngdarmælingum (absolute gravity) í samstarfi við Landmælingastofnun Finnlands, FGI (Finnish Geodetic Institute). Mælt verður í 7 mælistöðvum sem mældar voru af Landmælingum Þýskalands (BKG) árið 1997 auk þess sem tveim stöðvum verður bætt við mælinetið.
Mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna og gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar sem ekki er hægt að fá með neinum öðrum mæliaðferðum