Ný göngukort af Vestfjörðum

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út fjögur göngukort af suðurhluta Vestfjarða en kortin eru byggð á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands.  Kortin má nýta til skipulagningar gönguferða og hestaferða um byggðir og óbyggðir í þessum landshluta.  Fyrstu fjögur kortin ná til sunnanverðra Vestfjarða og Dala og skv. upplýsingum frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða verða þrjú kort til viðbótar gefin út á næsta ári. Þau ná yfir norðurhluta Vestfjarða eða Strandir, Hornstrandir og Ísafjarðarsýslur.

Helgi M. Arngrímsson frá Borgarfiði eystra sá um gerð kortanna í samvinnu við LMÍ en fjölmargir heimamenn lögðu hönd á plóg, sáu um yfirlestur og gáfu góð ráð.

Fjögur ný göngukort byggð á IS 50V

Leave a comment