Undanfarnar vikur höfum við verið að skerpa á verklagi í kringum skráningu lýsigagna í Landupplýsingagáttina. Við hvetjum alla til að hefja skráningu og hikið ekki við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar koma upp.
Unnið er jafnt og þétt að þýðingu Landupplýsingagáttarinnar á íslensku og verður því lokið fyrir 1. júní. Þeir sem eru með „browserinn“ stilltann á íslensku geta séð hvernig þýðingunni miðar. Jafnframt verður lokið við að skrá lýsigögn fyrir IS 50V og gögn sem heyra undir viðauka I í INSPIRE.
Við viljum benda á eftirfarandi varðandi réttindi í Landupplýsingagáttina:
– Einungis einn aðgangur (e. login) frá hverju fyrirtæki fær réttindi til skráningar lýsigagna fyrir gögn viðkomandi fyrirtækis í Landupplýsingagáttina. Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort margir starfsmenn nota þennan aðgang og deila þannig ábyrgðinni á skráningu lýsigagna fyrirtækisins. Gilt póstfang verður að vera á bakvið þennan aðgang, hvort sem það er póstfang tiltekins starfsmanns eða sameiginlegt póstfang fleiri starfsmanna. Þessi aðgangur sér einnig um að gefa lýsigögnin út (samþykkja þau). LMÍ kemur ekki að þessu útgáfuferli lýsigagnanna. Ábyrgð á gæðum skráningarinnar er þá alfarið í höndum viðkomandi fyrirtækis. Að sjálfsögðu munu LMÍ veita alla þá aðstoð sem óskað verður eftir til að skráningin verði sem best.
– Margir aðilar frá hverju fyrirtæki geta verið með aðgang sem heimilar fólki að leita og vista leit sína í gáttinni.
Þetta þýðir að við komum til með að breyta réttindum nokkurra aðila sem nú þegar eru skráðir sem notendur í Landupplýsingagáttina. Við höfum samband við þessa aðila þegar þetta verður gert.
Bendum einnig á að hér á heimasíðunni er hægt er að finna ýmsar upplýsingar, bæði frá námskeiðunum og um INSPIRE á Íslandi.