IS 50V útgáfa 2.1

Nú er útgáfa 2.1 af IS 50V gagnagrunninum komin út. Í útgáfu 2.1 hafa öll lög verið uppfærð nema mannvirki og yfirborð en þau lög verða uppfærð seinna á árinu.

 

 

Skipting á gagnasettunum er eftirfarandi:

  • Hæðarlínur og punktar
  • Mörk: línur og flákar
  • Samgöngur: línur og flákar
  • Vatnafar: punktar, línur og flákar
  • Örnefni: nöfn
  • Mannvirki: punktar, línur og flákar
  • Yfirborð: flákar

 

Breytingar á milli útgáfu 2.0 og 2.1 eru ekki miklar en þó eru alltaf einhverjar uppfærslur og viðbætur á gögnum. Til að mynda er Hálslónið komið inn í vatnafarið en það var hnitað eftir SPOT 5 gervitunglamynd sem var tekin síðastliðið haust.

Helstu breytingar eru að finna í samgöngulaginu en þar eru m.a. komnir inn nýir vegir frá mælingum sem fram fóru 2007. Einnig er komið nýtt samgöngulag sem sýnir flugvelli landsins, en áður voru flugvellir í mannvirkjalaginu. Að auki hefur nokkuð verið um breytingar í örnefnalaginu.

 

Leave a comment