Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf

Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 11. apríl. Meginefni fundarins að þessu sinni var náttúrufræði með sérstakri áherslu á Snæfellsnes. Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli Landmælingar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið samningsins er að stuðla að auknu samstarfi þessara tveggja mikilvægu stofnana sem báðar eru staðsettar á Vesturlandi. Samningurinn fjallar meðal annars um nýtingu og vinnslu landfræðilegra gagna, þróun aðferða, fræðslu, menntun og rannsóknir á þessum sviðum. Stofnanirnar munu einnig vinna sameignlega að kynningu á notagildi og gagnsemi landupplýsingamála í samfélaginu.

Leave a comment