Nýtt hæðarlíkan og gervitunglaþekja af öllu Íslandi

Mánudaginn 18. júní samþykkti Alþingi lög sem heimila IPA stuðning ESB við uppbyggingu á NATURA 2000-samstarfsneti á Íslandi. Samkvæmt því verður allt vistkerfi og fuglalíf á Íslandi skráð með það fyrir augum að auðkenna svæði sem þarfnast verndar, einnig mun það nýtast í skipulagsvinnu og ýmsum öðrum verkefnum opinberra aðila. Landmælingar Íslands taka þátt í verkefninu ásamt Umhverfisráðuneytinu, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Í tengslum við verkefnið munu Landmælingar Íslands á næstu tveimur árum sjá um öflun á nýju nákvæmu hæðarlíkani af öllu Íslandi og öflun á fjölrása gervitunglagögnum af öllu landinu og mun sú vinna liggja til grundvallar framkvæmd verkefnisins. Stofnuninni er ætlað að taka við og varðveita gögnin og sjá til þess að þau verði aðgengileg opinberum aðilum til að sinna öðrum verkefnum. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.

Leave a comment