Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins

Landmælingar Íslands hækkuðu sig um 3 sæti í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, um stofnun ársins 2008, en niðurstöður hennar voru gerðar kunnugar í dag.  Landmælingar Íslands urðu í 6 sæti í flokki minni stofnana og einnig í 6. sæti alls.  97 stofnanir tóku þátt í könnuninni.  Stofnunin hækkaði sig einnig í einkunn milli ára og verður árangurinn því að teljast mjög góður.

Að þessu sinni var ákveðið að skipta stofnunum upp í stærri (50 eða fleiri starfsmenn) og minni stofnanir (færri en 50 starfsmenn). Helstu rök fyrir þessari skiptingu hafa verið þau að erfitt sé að ná marktækum samanburði milli fámennra stofnana og fjölmennra.  Um 30 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda, þar af tæplega 4 þúsund SFR félagar á ríflega 200 vinnustöðum.

 Sjá nánar á heimasíðu SFR

 

Leave a comment