Jarðstöðin RHOF tengd jarðstöðvakerfi LMÍ

„Á dögunum var tíunda jarðstöðin tengd jarðstöðvakerfi Landmælinga Íslands. Stöðin er staðsett á Raufarhöfn og hefur skammstöfunina RHOF. Hún er kostuð af háskólanum í Savoie í Frakklandi og er í umsjón Veðurstofu Íslands og tilheyrir ISGPS neti hennar. Á næstunni er gert ráð fyrir að bæta a.m.k. tveimur stöðvum við kerfið og er þar helst horft til Reykhóla og Snæfelssness. Jarðstöðvar þessar safna staðsetningargögnum á einnar sekúndu fresti og geta notendur nálgast gögniní gegnum veflausnina GNWEB og bætt þar með nákvæmni eigin mælinga“

Leave a comment