Í dag, 16. október 2012 funduðu stjórnendur Landmælinga Íslands með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um stöðu verkefna, fjármál stofnunarinnar og áætlaða rekstrarafkomu ársins 2012. Á fundinum voru rædd þau verkefni sem framundan eru og farið yfir fjárlög ársins 2013. Einnig kynntu fulltúar ráðuneytisins nýtt skipurit og stefnu nýs umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Samráðsfundir sem þessir eru haldnir tvisvar á ári og sýna með óyggjandi hætti hve mikilvægt er að gott samráð og góð samvinna sé milli ráðuneytisins og stofnunarinnar.