Gestagangur hjá Landmælingum Íslands

Um daginn fengum við heimsókn frá hollenskum mælinganemum frá háskólanum í Utrecht. Gunnar H Kristinsson og Guðmundur Valsson tóku á móti nemunum sem hlýddu á fyrirlestur eftir Guðmund.

 

 

Einnig komu í heimsókn til Landmælinga Íslands hópur fólks frá Korta- og fasteignastofnun Rúmeníu. Rúmenarnir eru hér á landi vegna samstarfsverkefnis við Þjóðskrá Íslands sem er fjármagnað af Þróunarsjóði EFTA. Fluttir voru nokkrir fyrirlestrar og kynningar af starfsmönnum Landmælinga Íslands.

 

 

Þá kom hópur Norðmanna í heimsókn til okkar en þeir vinna við að mæla upp landareiginir í Noregi.

 

 

Leave a comment