Ný útgáfa af IS 50V

Útgáfa 3.4 af IS 50V kortagrunninum er komin út. Í útgáfunni hafa orðið ýmsar breytingar frá síðustu útgáfu, m.a. hefur örnefnum fjölgað, vatnafar hefur verið uppfært á hluta landsins og hæðarlínur hafa verið uppfærðar á jöklum og í kringum þá með nýjum leiser gögnum.

Nýir vegir hafa verið settir inn og mannvirki hafa verið uppfærð auk þess sem nýtt hæðarlíkan hefur verið búið til. Að auki hefur gögnunum verið breytt miðað við nýjan staðal IST 120 og breytingar á flokkunarlista. Gögnin verða aðgengileg áskrifendum á næstu dögum og í framhaldi af því verða þau birt í kortasjám LMÍ.